Sport

Chelsea sló stigametið

Chelsea bar í kvöld sigurorð af Man Utd, 1-3 í næst síðasta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þar með hefur Chelsea slegið stigamet í deildinni, er með 94 stig en fyrra metið átti Man Utd sem voru 92 stig. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í sókninni og skoraði eitt marka Chelsea í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir, 2-1. Áður hafði Tiago jafnað fyrir Chelsea og Joe Cole bætti þriðja markinu við í lokin þó hann hafi verið kolrangstæður ásamt Eiði Smára. Ruud van Nistelrooy kom Man Utd 1-0 yfir strax á 8. mínútu. Leikurinn hafði litla þýðingu fyrir bæði lið sem eru örugg í sætum sínum fyri lokaumferðina sem fer fram um næstu helgi. Chelsea eru meistarar en Man Utd er og verður sem fastast í 3. sæti deildarinnar og eru 20 stigum fyrir aftan Chelsea. Arsenal sem er öruggt með 2. sætið leika gegn Everton annað kvöld sem eru öruggir með 4. sætið og þar með þátttöku í Meistaradeildinni á næsta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×