Sport

Orðaður við Leeds en er sáttur

Í enskum fjölmiðlum í gær var sagt frá því að Leeds United ætlaði að bjóða rúmar 120 milljónir króna í íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Heiðar reikna með að vera áfram í herbúðum Watford sem endaði í 18. sæti ensku 1. deildarinnar, Leeds hafnaði fjórum sætum ofar í sömu deild. Hann segist ánægður hjá Watford og að fjárhagur félagsins sé ágætur, því neyðist það ekki til að selja hann. Fleiri lið hafa verið orðuð við Heiðar, þar á meðal Stoke og úrvalsdeildarlið Charlton.  „Ég hef ekkert heyrt af neinu tilboði og tek þessu bara með ró. Ég hef lesið ýmislegt í blöðunum en það er lítið að frétta af mínum málum. Hér er ég sáttur og fer ekkert að skoða þessi mál nema ég fái þau skilaboð frá stjórninni að þeir vilji selja mig. Eins og og ég segi þá reikna ég þó ekki með því að þeir vilji það," sagði Heiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×