Sport

Glazer kaupir og kaupir

Malcolm Glazer nálgast nú óðfluga þann 75% hlut í Man Utd sem til þarf svo hann geti bundið um alla lausa enda við yfirtöku á þessu ríkasta knattspyrnufélagi heims. Glazer hefur nú eignast samtals 63.25% hlut í Man Utd en hann lagði í dag inn tilboð upp á 690 milljónir punda fyrir félaginu. Það stefnir því í að Man Utd verði orðið að amerísku hlutafélagi innan klukkustunda og hefur fjöldi stuðningsmanna félagsins hópast fyri rutan Old Trafford til mótmæla. Glazer sem eignaðist fyrr í dag 56.8% í félaginu festi fyrir nokkrum mínútum kaup á 17 milljón hlutabréfum frá Dobsons Mounbarrow fjárfestingarfélaginu. Um er að ræða 6.45% hlut vinna ráðgjafar ameríska auðnjöfurins nú hörðum höndum að því að fylla 75 prósentin. Stuðningsmenn Man Utd eru ævareiðir yfir því að félagið skuli selt í viðskiptalegum tilgangi og segja Glazer ekki hafa hinn minnsta áhuga á knattspyrnu. Félagið sé selt fyrir lánsfé, og er Glazer sagður alger andstæða við Roman Abramovich eiganda Chelsea sem á nóg fé sjálfur og mætir á alla leiki með sínu félagi. Það hafi Glazer aldrei gert og hafi ekki í hyggju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×