Sport

Neitar ásökunum um lyfjamisnotkun

Fyrrverandi forseti rússneska knattspyrnuliðsins Spartak Moskva, Andrei Chervichenko, neitar ásökunum um að félagið hafi kerfisbundið gefið leikmönnum liðsins örvandi efni og stera fyrir tveimur árum. Fyrirliði Spartak, Yegor Titov, fékk árs keppnisbann í janúar í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Í sýni sem tekið var úr Titov eftir leik Rússa og Walesverja fannst merki um bromantan. Tveir fyrrverandi leikmenn Spartak, Maxim Demenko og Vladislav Vashchyuk, greindu frá því í viðtali við dagblað í síðasta mánuði að leikmenn liðsins hefðu verið látnir neyta ólöglegra lyfja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×