Sport

CSKA Evrópumeistarar félagsliða

CSKA frá Moskvu varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða er liðið sigraði Sporting Lisbon með þremur mörkum gegn engu á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sportin, að viðstöddum 48 þúsund áhorfenda, lang flestir á bandi heimamanna. Sporting Var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum og skoraði Fidelis Rogerio frábært mark á 28. mínútu. Vagner Love fékk þó algjört dauðafæri undir lok hálfleiksins en hitti ekki markið. Staðan í leikhléi því 1-0 og var það mjög verðskuldað og vel það. Síðari hálfleikur byrjaði á sama hátt og sá fyrri og var Sporting mun sterkari aðilinn. Á 57. mínútu fengu Rússarnir þó aukaspyrnu við hliðarlínuna til móts við vítateig Sporting. Boltinn var sendur fyrir og þar stökk Alexei Berezutsky hæst allra og stangaði boltann í netið. Yuri Zhirkov kom svo Rússunum yfir eftir 66. mínútna leik og Silva Vagner Love innsiglaði sigurinn fimmtán mínútum fyrir leiks lok. Rússarnir eru því vel að þessum sigri komnir en þetta er aðeins í annað skipi á síðustu 30 árum sem rússneskt lið kemst í úrlit Evrópukeppninnar og í fyrsta skiptið sem rússneskt lið verður Evrópumeistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×