Sport

Aukið fé í rússneska boltanum

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að rússnesk fótboltalið myndu borga háar fjárhæðir fyrir fótboltamenn. En heimsmyndin er greinilega að breytast. CSKA sem varð Evrópumeistari félagsliða í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Sporting í úrslitum gerði nýlega 54 milljóna dollara, 3,5 milljarða króna, samning við rússneska olíufyrirtækið Sibnefnt. Í síðustu viku keypti rússneska liðið Dynamo Moskva tvo leikmenn frá fyrrverandi Evrópumeisturum Porto, þá Maniche og Costinha, og borgaði fyrir þá 1,6 milljarða íslenskra króna. Þeir hitta þar fyrir fyrrverandi félaga sinn frá Porto, Brasilíumanninn Derlei. Spartak Moskva keypti nýlega Argentínumanninn Fernando Cavenaghi og borgaði fyrir hann milljarð króna. Og enn eitt rússneska liðið, Lokomotiv, keypti rússneska landsliðsmanninn Dmitri Sychev frá franska liðinu Marseille.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×