Sport

Stuðningsmenn United svartklæddir

Stuðningsmenn Manchester United ætla að mæta svartklæddir á bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal á morgun. Með því ætla þeir að lýsa sorg sinni með yfirtöku auðkýfingsins Malcolms Glazers á félaginu. Sumir þeirra hafa meira að segja viljað ganga svo langt að ryðjast inn á leikvöllinn en fleiri hafa bent á að það yrði eins konar sjálfsmark fyrir enska knattspyrnu. Stuðningsmennirnir segja Glazer ekki hafa neinar tilfinningar í garð félagsins, hann þekki ekki sögu þess eða knattspyrnu yfirleitt. Með því að klæðast svörtu eru stuðningsmennirnir að lýsa því yfir að félagið sé dautt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×