Sport

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro. Carlo Ancelotti, stjóri Milan, er greinilega með annað augað á úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir viku þar sem aðeins einn, af þeim ellefu leikmönnum sem búist er við að byrji þann leik, byrjaði í kvöld. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo. Þrátt fyrir að leiða 3-1 þegar lítið var eftir missti Milan leikinn í jafntefli. Serginho gerði tvö mörk fyrir heimamenn og Jon Dahl Tomasson eitt, en sjálfsmark Alessandro Costacurta, mark Luca Toni úr víti og mark frá Simone Barone tryggði Palermo jafntefli og Juventus meistaratitilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×