Sport

Guðjón fer sínar eigin leiðir

Mark Stallard, leikmaður Notts County sem var lánaður til Barnsley á þeim tíma sem Guðjóns Þórðarsonar var við stjórnvölinn hjá félaginu hefur varað samherja sína við starfsaðferðum Guðjóns. Stallard segir Guðjón vera sannkallaðan harðstjóra en að hann sé jafnframt sanngjarn. "Hjá honum snýst allt um aga. Hann er með fullkomnunaráráttu og er ólíkur öllum þjálfurum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Hjá honum er ekki frí eftir leiki. Þess í stað hittumst við daginn eftir og skokkum saman til að ná mjólkursýrunni úr líkamanum. Hjá Barnsley voru alltaf tvöfaldar æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum og við unnum eftir nákvæmu skipulagi sem var byggt til að líkaminn yrði ávallt í sem bestu standi," segir Stallard. Skemmst er að minnast langra laugardaga sem Guðjón hafði í hávegum á tíma sínum hjá Keflavík þar sem hann var með leikmenn sína á æfingum fyrstu sex klukkustundir dagsins. "Hann er svo sannarlega stjóri sem trúir á eigin leiðir, og notast við þær - oftast með mjög góðum árangri," segir Stallard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×