Sport

Hættir Wenger eftir tvö ár?

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf sterklega í skyn eftir sigurinn á Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gær í vítaspyrnukeppni að hann ætli að hætta hjá félaginu eftir tvö ár þegar Arsenal flytur yfir á nýjan heimavöll félagsins, Ashburton Grove. Wenger sagði í viðtali við News of the World að á nýja vellinum verði tími fyrir nýjan stjóra og nýtt lið. „Mér finnst þá eins og ég hafi náð markmiðum mínum með Arsenal,“ segir Wenger í viðtalinu. Ummæli hans hafa vakið mikla athygli. Dennis Bergkamp tilkynnti eftir leikinn að hann verður eitt ár í viðbót í herbúðum félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×