Sport

Sætt hjá Rangers

Liði Glasgow Rangers barst hjálp úr óvæntri átt í gær þegar liðið tryggði sér skoska meistaratitilinn á elleftu stundu. Rangers vann 1-0 sigur á Hibernian í Edinborg, en það var lið Motherwell sem tryggði Rangers titilinn. Motherwell lagði Celtic að velli 2-1 með því að skora tvö mörk í blálokin og gera meistaravonir Celtic að engu. Ekkert benti til annars en að Celtic endurheimti titilinn, því liðið var yfir allan leikinn og hafði tveggja stiga forystu á granna sína í Rangers fyrir síðustu umferðina. Þær vonir urðu þó að engu þegar hinn ástralski Scott McDonald skoraði hin tvö örlagaríku mörk fyrir heimamenn og leikmenn Rangers fögnuðu ákaft í leikslok þegar þeir heyrðu tíðindin úr leik granna sinna. "Þetta var ótrúlega sætur sigur og sennilega sá sætasti sem ég hef komið nálægt á mínum ferli," sagði Alex McLeish, stjóri Rangers eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×