Sport

Barcelona ekki á eftir Ferdinand

Barcelona neitaði í dag þeim orðrómi að varnarmaðurinn sterki, Rio Ferdinand, væri á leið til félagsins og sögðu sögusagnirnar vera úr lausu lofti gripnar. Forseti Barcelona, Txiki Beguiristain, staðfesti að stjóri félagsins, Hollendingurinn Frank Rijkaard, væri búinn að setja saman óskalista fyrir sumarið en að nafn Ferdinand væri ekki á þeim lista. ,,Venjulega svörum við ekki svona orðrómum sem birtast í blöðunum, en í þessu tilfelli vil ég segja að við höfum ekki áhuga á Rio Ferdinand. Við munum leggja áherslu á aðrar stöður á vellinum." Barcelona hafa nú þegar tryggt sér Hollendinginn Mark van Bommel og er talið að fleiri nú andlit muni láta á sér kræla á Camp Nou í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×