Sport

Mutu með Juventus á sunnudag

Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar. Mutu féll á lyfjaprófi síðasta haust eftir að kókaín greindist í sýni hans sem varð þess valdandi að Chelsea rifti samningi sínum við leikmanninn. Hann skrifaði undir samning við Juventus um leið og félagaskiptaglugginn opnaði í janúar sl. og olli það nokkurri óánægju hjá Chelsea. Fabio Capello knattspyrnustjóri Juventus segir að það sé ekki mikið pláss fyrir Mutu í liðinu á sunnudag en gefur til kynna að hann verði á varamannabekknum. Mutu hefur verið kallaður í rúmenska lansliðshópinn sem mætir Hollandi og Armeníu í undankeppni HM á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×