Sport

Larsson ekki með Svíum

Sóknarmaðurinn Henrik Larsson er ekki í 24 manna hópi Svía sem mæta Möltu í undankeppni HM 4. júní n.k. eins og við var búist. Larsson hefur verið fjarverandi hjá Barcelona síðustu 6 mánuði vegna alvarlegra hnémeiðsla en kom inn á í 3-3 jafnteflisleik liðsins gegn Villarreal um liðna helgi. Lars Lagerback landsliðsþjálfari Svía segir að Larsson sem er orðinn 33 ára eigi enn nokkuð í land með að ná formi. Bröndby sóknarmaðurinn Johan Elmander kemur inn í liðið í stað Larsson. Larsson hefur skorað 32 mörk í 82 leikjum fyrir Svíþjóð. Svíar eru næst efstir í riðli 8 í undankeppni HM2006, eru með 12 stig eða einu á eftir toppliði Króata. Íslendingar eru neðstir í riðlinum ásamt Möltu með eitt stig en Ísland leikur sama dag, 4. júní gegn Ungverjum á Laugardalsvelli. Ungverjar eru einu sæti og 6 stigum ofar en Ísland í riðlinum. Svona lítur hópur Svía út í dag. Markmenn: Andreas Isaksson (Stade Rennes), Eddie Gustafsson (Ham-Kam Fotball) Varnarmenn: Christoffer Andersson (Lillestrom), Erik Edman (Tottenham Hotspur), Petter Hansson (Heerenveen), Teddy Lucic (BK Hacken), Daniel Majstorovic (FC Twente), Olof Mellberg (Aston Villa), Mikael Nilsson (Southampton), Alexander Ostlund (Feyenoord) Miðjumenn: Niclas Alexandersson (IFK Gothenburg), Daniel Andersson (Malmo), Alexander Farnerud (RC Strasbourg), Kim Kallstrom (Stade Rennes), Tobias Linderoth (FC Copenhagen), Fredrik Ljungberg (Arsenal), Anders Svensson (Southampton), Christian Wilhelmsson (Anderlecht) Sóknarmenn: Marcus Allback (Hansa Rostock), Zlatan Ibrahimovic (Juventus), Mattias Jonson (Norwich City), Markus Rosenberg (Malmö), Fredrik Berglund (Esbjerg), Johan Elmander (Bröndby)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×