Sport

Tvö lið - 19 þjóðerni

Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru þrír Brasilíumenn í byrjunarliðinu og einn á bekknum. Tveir Hollendingar, Úkraínumaður, Argentínumaður, Georgíumaður, Dani og Portúgali. En það er þó ekki svo mikið miðað við Liverpool sem stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu. Liverpool er með pólskan markvörð, (Jerzy Dudek), varnarmenn frá Írlandi, (Steve Finnan), Finnlandi (Sami Hyypia) og Frakklandi, (Djimi Traore). Miðjumenn frá Spáni, (Luis Garcia og Xabi Alonso), Þýskalandi, (Dietmar Hamann) og Noregi, (John Arne Riise) Sóknarmenn frá Tékklandi, (Milan Baros og Vladimir Smicer) Ástralíu, Harry Kewell og króatíski miðjumaðurinn Igor Biscan. Hjá Milan eru fjórir Ítalar í byrjunarliðinu en Liverpool með tvo Englendinga. Á leiknum voru 75.000 áhorfendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×