Sport

LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR!

Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Dudek tók gamla markvörð Liverpool, Bruce Grobbelear til fyrirmyndar og dansaði á marklínunni þegar leikmenn AC Milan tóku sínar spyrnur. Eftir að Paolo Maldini hafði slegið Liverpool út af laginu með marki strax á 1. mínútu skoraði Argentínumaðurinn Hernan Crespo tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu og virtist hafa gert út um leikinn. Steven Gerrard og Vladimir Smicer minnkuðu muninn fyrir Liverpool í 2-3 með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu.  Xabi Alonso jafnaði svo 3-3 úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu. Vítaspyrnukeppnin þróaðist á eftirfarandi hátt: AC Milan - Serginho 0-0 Yfir markið Liverpool - Dietmar Hamann 0-1 AC Milan - Andrea Pirlo 0-1 Dudek ver Liverpool - Cisse 0-2 AC Milan - Tomasson 1-2 Liverpool - Riise 1-2 Dida ver AC Milan - Kaka 2-2 Liverpool - Smicer 2-3 AC Milan - Schevchenko 2-3 Dudek ver - Liverpool sigrar vítakeppnina 2-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool skipti öllum varamönnunum sínum þremur inn á í venjulegum leiktíma. Sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu þegar Vladimir Smicer kom inn á fyrir Harry Kewell en hann fór meiddur af velli. Hinar skiptingarnar komu á 46. mínútu (Hamann fyrir Finnan) og á 85. mínútu. (Cisse fyrir Baros) Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á, þeim fyrri á 85. mínútu, (Tomasson fyrir Crespo) og á 86. mínútu. (Serginho fyrir Seedorf)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×