Sport

Henry og Forlan fá gullskóinn

Diego Forlan, framherji Villarreal, og Thierry Henry, framherji Arsenal, munu deila gullskónum fyrir að vera markahæstu menn Evrópu þetta tímabilið. Forlan, sem er fyrrum framherji Manchester United, skoraði tvö mörk um helgina í spænska boltanum og jafnaði þar með 25 mörkin hjá Henry. Henry er hins vegar fyrsti leikmaðurinn til að vinna verðlaunin tvö ár í röð. Þetta er aðeins í annað skiptið sem tveir leikmenn deilda verðlaununum, en árið 1989/90 deildu Búlgarinn Hristo Stoichkov og Mexíkóinn Hugo Sanchez þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×