Sport

Ólöf nr. 88 á peningalistanum

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir er í 88. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni með samtals 3.550 evrur eða 280 þúsund krónur. Ólöf hafnaði í 38.-42. sæti á Opna franska mótinu um helgina og fékk fyrir vikið 2.058 evrur eða 162 þúsund krónur en  þetta er besti árangur Ólafar á mótaröðinni til þessa. 90 efstu kylfingarnir á peningalistanum eftir tímabilið fá sjálfkrafa keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári. Íslandsmeistari karla, Birgir Leifur Hafþórsson er í 95. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar eftir að hann náði 31.-36. sæti á Áskorendamótinu í Esjberg í Danmörku. Hann fékk 862 evrur eða 68 þúsund krónurí verðlaunafé. Heildarverðlaunafé Birgis Leifs þegar hér er komið við sögu er 4.755 evrur eða 376 þúsund krónur. Golf.is greindi frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×