Menning

Uppgangur í sjálfstæðum leikhúsum

Metaðsókn var á sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhúsa leikárið 2003-2004 en þá sóttu tæplega 180 þúsund áhorfendur sýningar þeirra. Vöxtur sjálfstæðu leikhúsanna virðist allmikill því að á liðnu leikári voru settar upp 50 sýningar á þeirra vegum. Fram kemur í tilkynningu frá Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa að að vegna vaxandi umfangs leikhúsanna hafi verið opnuð skrifstofa að Laugavegi 59 á liðnu leikári auk þess sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri þeirra, Kristín Eysteinsdóttir.

Aðalfundur bandalagsins var haldinn á mánudag og var Elfar Logi Hannesson kjörinn í stjórn þess en áfram sitja Ágústa Skúladóttir, Hallur Helgason og Hera Ólafsdóttir. Formaður er Aino Freyja Järvelä. Segir í enn fremur í tilkynningunni að þrátt fyrir fjölda uppsetninga, þann breiða vettvang sem leikhúsin sinna og allra þeirra áhorfenda sem sækja sýningar þeirra vekur það furðu aðildarfélaganna hversu þröngur stakkur þeim er sniðinn og hvað þeim er stórlega mismunað í opinberum fjárveitingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×