Sport

Gerrard enn frá vegna meiðsla

Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool leikur ekki með í kvöld þegar liðið fær CSKA Sofia í heimsókn á Anfield í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Gerrard meiddist á kálfa í leik gegn Sunderland á laugardag og gæti einnig misst af leik Liverpool gegn CSKA Moskva í ofurbikarnum á föstudag í Mónakó. Þá er óvíst hvort hann getur verið með enska landsliðinu í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun september gegn Wales og Norður-Írlandi. Liverpool seldi í gær framherjann Milan Baros til Aston Villa fyrir sex og hálfa milljón punda. Viðureign Liverpool og CSKA Sofia verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 18.55 en Evrópumeistararnir unnu fyrri leikinn með þremur mörkum gegn einu. Sjö aðrir leikir eru í forkeppni meistaradeildarinnar í kvöld en dregið verður í riðla í meistaradeildinni á fimmtudag í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×