Sport

Brasilía kjöldró Chile

Brasilía tryggði sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Þýskalandi í gærkvöldi þegar liðið kjöldró Chile á heimavelli með fimm mörkum gegn engu. Adriano skoraði þrennu og Robinho og Juan sitt markið hvor. Áður hafði Argentína tryggt sér þáttöku á HM en liðið er efst í Suður-Ameríku riðlinum með 31 stig en ríkjandi heimsmeistarar Brasilía eru með 30 stig en þetta er í fyrsta skipti sem heimsmeistarar þurfa að vinna sér rétt til að leika á næsta heimsmeistaramóti. Urugvæ er í fimmta sæti riðilisins með 21 stig eftir 3-2 sigur á Kólombíu. Marcelo Zalayeta skoraði þrennu. Kólombía og Chile koma næst með 20. Ekvadór og Paragvæ eru í þriðja og fjórða sæti en fjögur efstu liðin fara beint á HM en liðið í fimmta sæti mætir væntanlega Ástralíu um laust sæti á HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×