Sport

Memphis-Seattle í beinni

Troðsla Carter yfir Mourning í nótt þykir ein af hans bestu hingað til og hefur hann þó átt ófá glæsitilþrifin í háloftunum undanfarin ár
Troðsla Carter yfir Mourning í nótt þykir ein af hans bestu hingað til og hefur hann þó átt ófá glæsitilþrifin í háloftunum undanfarin ár NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt.

Meðfylgjandi mynd er úr leik Miami Heat og New Jersey Nets í gær, þar sem Alonzo Mourning miðherji Miami fékk heldur betur að kenna á því frá þeim Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey. Þeir tróðu alls fimm sinnum í andlitið á Mourning í leiknum og þar af voru þrjár af troðslunum valdar sem þrjú af tíu bestu tilþrifum kvöldsins á NBATV.

Mourning til varnar er rétt að geta þess að hann varði fimm skot í leiknum og hefur staðið sig vel í fjarveru Shaquille O´Neal sem er meiddur. Þar að auki var það auðvitað lið Mourning sem átti síðasta orðið og vann leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×