Sport

Keflvíkingar deildarmeistarar

Guðjón Skúlason og Gunnar Einarsson halda hér á deildarbikarnum eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld
Guðjón Skúlason og Gunnar Einarsson halda hér á deildarbikarnum eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld Mynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig.

Grindvíkingar lögðu KR 74-71, Haukar burstuðu Hött 98-61 á útivelli, Skallagrímur lagði Fjölni í Grafarvogi 84-75, ÍR lagði Hamar/Selfoss 95-87 og Snæfell lagði Þór 101-85.

Lokastaðan í deildinni er því þessi:

Keflavík hafnaði í efsta sæti með 36 stig, Njarðvík í öðru með 34, KR í þriðja með 30 stig, Skallagrímur í fjórða með 30 stig, Grindavík í fimmta með 28 stig, Snæfell í sjötta með 28 stig, ÍR í sjöunda með 22 stig og Fjölnir í því áttunda með 16 stig og fara þessi lið í úrslitakeppnina.

Hamar/Selfoss hafnaði í níunda sæti og Haukar í því tíunda, en Þór og Höttur falla úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×