Sport

Fram endurheimti toppsætið

Fram komst aftur á topp DHL-deildar karla í handbolta nú síðdegis með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabæ, 29-32. Staðan í hálfleik var 13-18 fyrir Fram. Sergeyi Serenko var markahæstur Framara með 9 mörk en næstir komu Jóhann G Einarsson með 8 mörk og Sigfús Páll Sigfússon 5 mörk. Hjá Stjörnunni var Tite Kalandadze markahæstur með 8 mörk, næstur kom David Kekelia með 7 mörk og Þórólfur Nielsen með 6 mörk.

Með sigrinum endurheimtu Framarar efsta sætið í deildinni, komust upp fyrir Hauka, og hafa hafa 34 stig á meðan Haukar hafa 33 stig. Stjarnan er hins vegar enn í fjórða sæti með 28 stig.

Í Kópavogi vann HK 6 marka sigur á Aftureldingu, 29-23 og er Kópavogsliðið í 6. sæti með 22 stig en Mosfellingar með 16 stig í tíunda sæti.

Vegna ófærðar var leik ÍBV og Vals sem fram átti að fara í dag, frestað til morguns. Einnig var leik ÍBV og FH í DHL-deild kvenna frestað af sömu ástæðu og fara báðir leikirnir fram á morgun. Kvennaliðin mætast klukkan 14 á morgun og leikur karlanna milli ÍBV og Vals klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×