Sport

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar burstuðu Skallagrím 107-76 í dag og hafa því náð 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Brenton Birmingham var stigahæsti leikmaður vallarins og skoraði 32 stig fyrir Njarðvíkinga, þar af 8 þriggja stiga körfur, og Jeb Ivey kom næstur með 24 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 17 stig og George Byrd skoraði 16 stig. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudagskvöldið, en sá leikur verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×