Innlent

Kjörstöðum hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi lokað

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Talning atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hófst klukkan fimm en flestum kjörstöðum í kjördæminu var lokað nú klukkan átta. Talning fer fram í Tryggvaskála á Selfossi og þar verða fyrstu tölur lesnar upp klukkan tíu.

Til stendur að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjun nú á níunda tímanum en ekki ef verður fært í lofti verða atkvæðin flutt sjóleiðina. Ekki er reiknað með endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi um klukkan eitt í nótt. Þrettán eru í framboði í kjördæminu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×