Innlent

Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað

Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti.

Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi.

Formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hlaut 70 prósent gildra atkvæða í efsta sæti en til samanburðar má geta þess að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hlaut 89 prósent atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri fyrir tveimur vikum. Össur Skarphéðinsson hlaut 16 prósent atkvæða í fyrsta sæti.

Annað sæti hlaut Össur Skarphéðinsson, þriðja Jóhanna Sigurðardóttir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, varð hlutskarpastur í baráttu um fjórða sætið. Helgi Hjörvar varð fimmti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sjötta, Mörður Árnason varð í sjöunda sæti og áttunda sæti hlaut Steinunn Valdís Óskarsdóttir en flokkurinn fékk síðast átta þingmenn kjörna í Reykjavík.

Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi.

Röðin varð annars þessi:

1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

2. Össur Skarphéðinsson

3. Jóhanna Sigurðardóttir

4. Ágúst Ólafur Ágústsson

5. Helgi Hjörvar

6. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

7. Mörður Árnason

8. Steinunn Valdís Óskarsdóttir

9. Kristrún Heimisdóttir

10. Valgerður Bjarnadóttir

11. Guðrún Ögmundsdóttir

12. Ellert B. Schram

13. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

14. Þórhildur Þorleifsdóttir

15. Glúmur Baldvinsson

Alls kusu 4.869 manns í hálfopnu prófkjöri Samfylkingarinnar en til samanburðar má geta þess að 10.846 manns kusu í lokuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×