Sport

Khan ætlar að verða heimsmeistari á næsta ári

Amir Khan er vonarstjarna Breta í boxinu og hefur verið kallaður arftaki Prinsins Naseem Hamed
Amir Khan er vonarstjarna Breta í boxinu og hefur verið kallaður arftaki Prinsins Naseem Hamed NordicPhotos/GettyImages

Hnefaleikarinn ungi Amir Khan frá Bretlandi hefur lýst því yfir að hann ætli sér að verða heimsmeistari á næsta ári, en hinn tvítugi Khan hefur unnið tíu bardaga í röð síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Khan vann sinn fyrsta titil hjá IBF sambandinu á dögunum og ætlar að feta í fótspor Mike Tyson og verða heimsmeistari 20 ára gamall.

"Mig langar að verða heimsmeistari á næsta ári og ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Ég náði að standa af mér 10 lotur í síðasta bardaga og því held ég að ég ætti að geta farið alla leið í 12 lotur. Ég á enn nokkuð ólært, en ég vil verða heimsmeistari eins fljótt og ég get. Mike Tyson gat það á sínum tíma og því ætti ég þá ekki að geta það," sagði Khan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×