Körfubolti

Grindavík jafnaði metin gegn Keflavík

Grindavík hafði betur gegn Keflavík, 100-94, eftir framlengdan leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta sem var að ljúka rétt í þessu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 91-91 en Keflvíkingar náðu að jafna metin með góðum lokakafla. Heimamenn voru hins vegar mun sterkari í framlengingunni og tryggðu sér sigur.

Grindavík náði þar með að jafna metin í einvígi liðanna, 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit þar sem andstæðingurinn verður annaðhvort Haukar eða ÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×