Innlent

Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í strætisvagni í dag í tengslum við kynningu grænu hugmyndanna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í strætisvagni í dag í tengslum við kynningu grænu hugmyndanna. MYND/Stöð 2

Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag.

Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira.

Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings.

Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum.

Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar.

Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×