Innlent

Friðland í Þjórsárverum verði stækkað strax

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stækka þegar í stað friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar.

Bréf með þessari áskorun hefur verið sent ráðherra og þar segir einnig að með því að stækka friðlandið á þann hátt að allar hugmyndir um Norðlingaölduveita verði úr sögunni geti ráðherra útkljáð margra áratuga deilumál og þannig stigið stórt skref í þágu náttúruverndar á Íslandi.

Þá bendi skoðanakannanir til þess að eindreginn stuðningur sé við stækkun friðlandsins og að sama skapi andstaða við Norðlingaölduveitu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×