Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn reynir að stoppa Warren Buffett

Stjórn norska olíusjóðsins hefur leitað til dómstóls í Maryland í Bandaríkjunum til að reyna að stöðva yfirtöku ríkasta mann heimsins Warren Buffett á orkufyrirtækinu Constellation Energy.

Það er MidAmerican félag í eigu Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélags Buffett, sem hefur fengið viðurkennt yfirtökutilboð í Constellation en norski olíusjóðurinn er ekki ánægður með verðið sem greiða á. Vefsíðan E24.no greinir frá þessu.

Halda á hluthafafund í Constellation Energy þann 23.desember og hefur olíusjóðurinn farið fram á það við dómara í Maryland að fundinum verði frestað. Ákveðið hefur verið að rétta í málinu þann 22. desember.

Olíusjóðurinn er einn af stærstu hluthöfunum í Constellation Energy með 4,8% af hlutaféinu. MidAmerican hefur boðið 4,7 milljarða dollara fyrir allt hlutaféið eða sem nemur vel yfir 500 milljörðum kr..

Frá því að tilboð MidAmerican var lagt fram hefur franska orkufélagið EDF boðist til að kaupa helminginn af kjarnorkuvinnslu Constellation fyrir 4,5 milljarða dollara. Ennfremur býðst EDF til að kaupa aðrar eigur Constellation fyrir 2 milljarða dollara í viðbót.

Þetta hefur kallað á viðbrögð frá stjórn olíusjóðsins. Anne Kvam forstjóri eignastýringar sjóðsins segir að nauðsynlegt sé að verja fjárhagslega hagsmuni sjóðsins enda augljóst að tilboð MidAmerican sé alltof lágt.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×