Viðskipti erlent

Símafélagið MNI býðst til að kaupa 31% af hlut Novators í Netia

Pólska símafélagið MNI hefur boðist til að kaupa 31,3% hlut Novators í símafélaginu Netia. Þetta segir forstjóri MNI í samtali við CNBC.

Forstjórinn, Piotr Majchrzak, segir að það hafi komið MNI á óvart hve framlegð Netia væri lítil. "Markmið með kaupum okkar er að tvöfalda hagnað félagsins og auka hann jafnvel meir í framtíðinni," segir Majchrzak. Hann nefndi ekki hugsanlegt kaupverð.

Í frétt á Reuters af þessu máli kemur fram að fyrir utan MNI hafi tveir aðrir aðilar áhuga á að kaupa þennan hlut Novators, sem metinn er á tæplega 100 milljón dollara eða tæplega 12 milljarða kr.. Þetta eru símafélagið Crowley Data Poland og fjárfestingasjóðurinn NFI Magna Pololnia.

Samkvæmt Reuters eru margir sem búast við að í framhaldi af bankahruninu á Íslandi mni Björgólfur Thor muni vera opin fyrir að selja hlut Novator í Netia og einng í 75% hlut sinn í farsímafélaginu P4.

 

 

 







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×