Viðskipti erlent

Enn einn þýskur banki tapar stórt á íslenska bankahruninu

Þýski bankinn HSH Nordbank bætist nú í hóp banka þar í landi sem tapa stórt á hruni íslensku bankanna. Samkvæmt þýska blaðinu Focus mun bankinn tapa um einum milljarði evra á árinu eða um 157 milljörðum kr. en fleiri en íslensku bankarnir eiga þar hlut að máli.

Fyrir utan íslensku bankanna hefur HSH Nordbank tapað miklu á fjármálakreppunni í Ungverjalandi og hruni Lehman Brothers í Bandaríkjunum. Börsen.dk greinir frá þessu.

Bankinn vill ekki gefa upp sundurliðaðar tölu um tap sitt en Focus nefnir að fyrir nóvembermánuð hafi væntingar bankans um tap ársins numið um 700 milljónum evra. Í nóvember versnaði staðan því um 300 milljónir evra og mun sennilegt að stór partur af þeirri upphæð sé vegna bankanna á Íslandi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×