Innlent

Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru

sev skrifar
Þýsk hjón voru hætt komin í fjörunni í síðustu viku.
Þýsk hjón voru hætt komin í fjörunni í síðustu viku.
„Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu.

„Við heyrðum ákall heimamanna, vissulega voru þeir að kalla á viðbrögð ferðamálastofu og ríkisins en svoleiðis stofnanir hreyfa sig hægt, og við vildum sjá þetta gerast hraðar," segir Þórarinn. Hann segir Kynnisferðum hafi runnið blóðið til skyldunnar í þessu tilfelli, enda búnar fara með ferðamenn til Dyrhólaeyjar og í Reynisfjöru í fjörtíu ár.

Þórarinn segir sveitastjórann hafa tekið vel í tilboðið, og muni fara yfir málið með landeigendum og björgunarsveitum eftir verslunarmannahelgi. Hann vonast til að skiltið nái að rísa á næstu vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×