Viðskipti erlent

Fjöldi af breskum krám er á barmi gjaldþrots

Mikil fjöldi af breskum krám, eða pöbbum, rambar nú á barmi gjaldþrots eða eru þegar orðnar gjaldþrota vegna fjármálakreppunnar. Nú síðast varð kráarkeðjan Orchid lýst gjaldþrota en hún er sú fimmta stærsta á Bretlandseyjum.

Samkvæmt frétt um málið á Timesonline var rak Orcid rúmlega 300 krár á Bretlandseyjum. Skiptastjóra þrotabúsins, PricewaterhouseCoopers tókst að koma 240 af þeim í hendur nýrra eigenda en restin heyrir sennilega sögunni til. Um 1.200 manns eiga á hættu að missa vinnu sína sökum ghaldþrotsins.

Ölgeirinn á Bretlandi átti undir högg að sækja áður en fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Aðsókn á krárnar hafði snarminnkað vegna m.a. reikingabanns og herferðar stjórnvalda til að fá Breta til að drekka minna.

Ölframleiðendur verða einnig fyrir barðinu á þessu og til að mynda minnkaði salan hjá Carlsberg á Bretlandseyjum um 9% á þriðja ársfjórðungi ársins. Svipaða sögu er að segja af öðrum framleiðendum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×