Körfubolti

Valsstúlkur unnu Hauka

Elvar Geir Magnússon skrifar

Valur vann óvæntan sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur unnu nauman 80-79 sigur. Molly Peterman skoraði 34 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir kom næst með sextán.

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst í Haukaliðinu með 22 stig.

Haukar eru í fimmta sæti með tuttugu stig en Valsliðið er sæti neðar með tíu stig. Hefðu Haukar unnið leikinn hefði liðið náð Keflavík og KR að stigum. Grindavík er í efsta sæti með 24 stig.

Næstu leikir í deildinni eru á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×