Innlent

Viðvörunarskilti loks sett upp í Reynisfjöru

Reynisdrangar við Vík í Mýrdal. Mynd/Sigurður Bogi
Reynisdrangar við Vík í Mýrdal. Mynd/Sigurður Bogi
Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal en þar hafa ferðamenn oft verið hætt komnir síðustu ár. Í ágúst á seinsta ári voru erlendir ferðamenn hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru.

Sveinn Pálsson, sveitastjóra Mýrdalshrepps, sagði í samtali við fréttastofu 25. ágúst 2008 að vinna við viðvörunarskilti væri í bígerð. Hann vildi þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti yrði komið upp í fjörunni. Það hefur nú verið gert.

Á myndinni eru fulltrúar þeirra aðila sem komu að gerð skiltisins.
Fram kemur á vef Ferðamálastofu að á skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorðin: „Lífshætta -öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar, sjávarstraumar eru einstaklega sterkir. Farið því ekki nærri sjónum - Varist grjóthrun úr fjallinu."

Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×