Viðskipti innlent

Jón Ólafsson hættur við tilboð í Senu

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson. Mynd/Valli

Jón Ólafsson og bandaríski umboðsrisinn William Morris Agency hafa hætt við að gera tilboð í afþreyingafyrirtækið Senu. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í félagið rann út klukkan fjögur í dag.

Jón vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað í dag.

Eftir standa þrír tilboðsgjafar í fyrirtækið.

Eins og frá var greint í Markaðnum fyrir nokkru stefndu Jón og William Morris á að gera saman tilboð í Senu. Ef af kaupum yrði myndi Jón verða stjórnarformaður.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×