Erlent

Ríkisstjórnarfundur í hlíðum Everest

Mynd/AFP
Ríkisstjórn Nepals ætlar að funda í hlíðum Everest , hæsta fjalls heims, í vikunni. Þetta gerir stjórnin til að vekja athygli á áhrifum hlýnunar jarðar í Himalaya fjöllum áður en loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn 7. desember.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er bjartsýnn á að góður árangur muni nást á ráðstefnunni og að þjóðarleiðtogarnir sem koma á fundinn muni koma sér saman um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Everest er 8850 metra hátt en ríkisstjórnarfundurinn verður haldinn í 5250 metra hæð yfir sjávarmáli. Læknar munu fylgjast vel með forsætisráðherranum og þeim ráðherrum sem eru í nægjanlega góðu líkamlegu formi til geta verið í svo mikilli hæð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×