Erlent

Barnamorðingi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir barnaklám

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mamma Bulgers litla telur að Venables hefði átt að fá þyngri dóm. Mynd/ AFP.
Mamma Bulgers litla telur að Venables hefði átt að fá þyngri dóm. Mynd/ AFP.

Hinn 27 ára gamli Breti, Jon Venables, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Venables vakti óhug hjá allri heimsbyggðinni fyrir 17 árum síðan þegar að hann, ásamt félaga sínum, myrti hinn 2ja ára gamla James Bulger á hrottalegan hátt.

Venables viðurkennir að hann hugsi um morðið á Blger á hverjum degi. Hann ætlar að snúa við blaðinu og þegar að hann losnar úr fangelsi ætlar hann aldrei þangað aftur, samkvæmt lýsingu Sky fréttastöðvarinnar.

Venables viðurkennir að hafa hlaðið niður 57 myndum klámfengnum myndum af börnum á tímabilinu febrúar í fyrra til febrúar í ár og segist skammast sín fyrir það.

Móðir Bulgers litla telur að réttlætinu hafi ekki verið fullnægt og finnst tveggja ára dómur ekki nægjanlegur fyrir Venables.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×