Innlent

Fundu þrjú kíló af kannabis og 90 plöntur

Kannabisræktun. Myndin er úr safni.
Kannabisræktun. Myndin er úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær.

Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 90 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Á sama stað var einnig lagt hald á tæplega 3 kíló af kannabisefnum sem voru í þurrkun.

Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×