Viðskipti innlent

Sextán starfsmenn fengu 8,4 milljarða lán hjá Glitni

Kristinn skælbrosandi lánakóngur Glitnis.
Kristinn skælbrosandi lánakóngur Glitnis.

Sextán starfsmenn Glitnis fengu rúma 8,4 milljarða króna að láni hjá bankanum. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans, fékk rúma 1,2 milljarða króna en fimm aðrir fengu átta hundruð milljónir.

Kristinn kom til starfa hjá Glitni fyrir sléttum tveimur árum og keypti þá hlutabréf í honum fyrir tæpan einn milljarð króna.

Fimm aðrir stjórnendur fengu átta hundruð milljóna króna lán hjá bankanum en aðrir minna.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×