Samstarf

SÍMEY - skref til framtíðar

SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.
SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. Mynd/Heiða.is
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY, var stofnuð árið 2000 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og skóla á svæðinu.

SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. SÍMEY býður upp á lengri námskeið en einnig upp á fjölbreytt úrval styttri námskeiða á hverri önn. Þeim námskeiðum má skipta í sex flokka: Persónuhæfni, starfsnám, almenna þekkingu, tómstundir, tungumál og tölvur. Lengd námskeiða er frá einni klukkustund upp í 20 klukkustundir. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og eru frekari upplýsingar birtar á simey.is.

Höfuðstöðvar SÍMEY eru á Akureyri en einnig er rekið námsver á Dalvík, sem sinnir utanverðum Eyjafirði, auk Siglufjarðar. Síðastliðin þrjú ár hefur orðið mikil aukning á starfsemi stofnunarinnar og ljóst að almenningur og atvinnulífið hefur mikinn áhuga á uppbyggingunni.


Tengdar fréttir

Rosalega góður félagsskapur í SÍMEY

Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað.“ segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×