Samstarf

Með draumatakti Dr. Dre

Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre með tónlistarmanninum Jay Z sem er einn margra í fremstu röð sem nota Beats-hljóðkerfi doktorsins.
Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre með tónlistarmanninum Jay Z sem er einn margra í fremstu röð sem nota Beats-hljóðkerfi doktorsins.
„Fartölvur eru í dag oft fyrstu hljómflutningsgræjur unglinga, en hljómgæði þeirra hafa ekki verið fullnægjandi. Því sérhannaði rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre hljóðkerfið Beats, svo tónlistin gæti notið sín sem best,“ segir Óskar sem í OK-búðinni selur Beats-heyrnatól og HP-tölvur með Beats-hljóðkerfi sem gerir tónlistarflutning í tölvum að unaðslegri upplifun.

„Árið 2008 hóf Dr. Dre samstarf við Monster Cables sem sérhæfir sig í framleiðslu kapla og annars búnaðar fyrir fagaðila í tónlistarbransanum. Fyrsta afurðin var Beats-heyrnartól, því eins og Dr. Dre orðaði það sjálfur voru flott heyrnartól rusl og gæðaheyrnartól eins útlítandi og gömlu heyrnartólin hans pabba. Því hannaði hann töff heyrnartól með bestu fáanlegu hljómgæðum og fór tveimur árum síðar í samstarf við HP um að koma hljómgæðum sínum enn betur fyrir í tölvum með Beats-hljóðstýringu, hátölurum og fleiru sem komið er í HP-tölvur síðan og HP situr eitt að á fartölvumarkaði.“

Beats þykir einkar svalt og hafa gæði þess fallið vel í kramið hjá tónlistarmönnum í fremstu röð, eins og Lady Gaga og Black Eyed Peas. Þá er ein tegund heyrnartóla Beats sérstaklega merkt Red, styrktarfélagi mannvinarins Bono í írska bandinu U2.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×