Samstarf

HP eru mest seldu tölvur í heimi

OK-búðin er einstök í sinni röð og allar innréttingar komnar frá framleiðanda HP erlendis frá.
OK-búðin er einstök í sinni röð og allar innréttingar komnar frá framleiðanda HP erlendis frá. Mynd/Stefán
Ólafur Tryggvason vöru- og viðskiptastjóri neytendalausna.
Í meira en aldarfjórðung hafa Opin kerfi séð íslenskum tölvunotendum fyrir hágæða HP-tölvum, en þær njóta einmitt mestra vinsælda heimsbúa.

Við erum afar stolt af því að selja HP-tölvur því þær eru leiðandi vörumerki á tölvumarkaðnum," segir Ólafur Tryggvason, vöru- og viðskiptastjóri neytendalausna hjá Opnum kerfum sem hefur 26 ára reynslu í innflutningi og þjónustu HP-tölvubúnaðar.

„HP, eða Hewlett Packard, er stærsti tölvuframleiðandi heims og selur langmest allra af tölvubúnaði, ásamt því að vera stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims. Þróunarvinna þess er afar metnaðarfull og árlega setur fyrirtækið í hana þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem er meira en margir aðrir framleiðendur velta á ári," upplýsir Ólafur.

Vörulína HP er í senn fjölbreytt og stór, og á einstaklingsmarkað kemur nýr búnaður þrisvar á ári.

„Þá er þróun í innri búnaði töluvert mikil þótt ytra útlit breytist hægar í takt við strauma og stefnur. Almennt séð byggja tölvur á búnaði sem kemur víðs vegar að og mikil kúnst að láta hann vinna óaðfinnanlega saman. Því skiptir öflug þróunarvinna á vélbúnaði miklu svo tölva virki sem best. Þrotlaus vinna HP við að gera tölvubúnað sinn sterkari, ásamt því að tengja hann traustum fótum saman við önnur tengd tæki, eins og prentara og netþjóna, tryggir að allt vinni óbrigðult saman við ólíkar aðstæður," útskýrir Ólafur.

Vegna áratuga, farsælla samskipta eru Opin kerfi í góðu samstarfi við framleiðendur HP ytra.

„Við verslum beint við HP Nordic sem þjónustar Norðurlöndin. Það gerir okkur kleift að hafa bein áhrif á hvaða búnað við viljum fá. Íslenski markaðurinn er gjarnan frábrugðinn öðrum og þá afar dýrmætt að geta komið á framfæri séróskum til HP, hvort sem það er í tengslum við tölvubúnað fyrir einstaklings- eða fyrirtækjamarkað. Tveir samstarfsaðilar okkar hérlendis, Omnis og TRS, eru einnig í góðu samstarfi við HP Nordic og hafa beint samband vegna fjölþættrar þjónustu að utan, en sá aðgangur tryggir í senn faglega þekkingu og miðlun á upplýsingum," segir Ólafur.

„Í ár lögðum við áherslu á að fá tölvur sem svara betur þörfum námsmanna. Þess vegna bjóðum við upp á nýjustu Intel-örgjörva, umgjarðir úr áli, vökvavarin lyklaborð, góða vörn fyrir harða diska og praktíska þætti eins og talnaborð og Microsoft Office Starter," segir Ólafur og bendir á að tölvur, líkt og önnur raftæki, þurfi á traustri þjónustu að halda og þar búi Opin kerfi að áratuga reynslu.

„Okkar þjónusta er í föstum skorðum þegar kemur að viðhaldi og ábyrgðarviðgerðum. Það er enda mikils virði fyrir tölvunotendur að vinna á tölvum sem eru vel yfirfarnar af sérfræðingum sem hafa gert búnaðinn eins góðan og mögulegt er. Metnaður og ábyrgð í hvívetna útskýrir vinsældir HP og hvers vegna þær eru mest seldu fartölvur veraldar. Fólk veit að þær bregðast ekki."

HP tölvur eru fáanlegar í öllum landshornum og geta viðskiptavinir skoðað og keypt HP-tölvubúnað hjá samstarfsaðilum um land allt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×