Sport

Djokovic vann sigur í skugga andláts afa síns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djokovic lítur til himins eftir sigurinn í dag.
Djokovic lítur til himins eftir sigurinn í dag. Nordic Photos / Getty Images
Novak Djokovic tryggði sér í gær sæti í fjórðungsúrslitum Monte Carlo-mótsins í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Úkraínumanninum Alexandr Dolgopolov. Aðeins fáeinum klukkustundum fyrir viðureignina fékk hann fregnir af andláti afa síns.

Djokovic er efsti maður á heimslistanum á tennis en þurfti eðlilega tíma til að koma sér almennilega í takt við leikinn. Hann tapaði fyrsta settinu, 6-2, en vann þau næstu tvö 6-1 og 6-4.

Afi hans, Vladimir, veitti Djokovic og fjölskyldu hans skjól í íbúð sinni í Belgrad á meðan loftárásum Nató stóð í Serbíu árið 1999. Það var fjallað um það í nýlegu innslagi um Djokovic í bandaríska fréttaskýringarþættinum „60 mínútur“, sem sjá má hér.

Djokovic mætti ekki á venjubundinn blaðamannafund eftir viðureignina og var sú skýring gefin að hann væri búinn á því, á líkama og sál. Djokovic hafði áður getið þess oft í viðtölum hversu mikil áhrif afi sinn hafði á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×