Innlent

Iittala og Artek boða komu sína

Finnsku stórfyrirtækin Iittala og Artek hafa boðað komu sína á kaupstefnuna HönnunarMars í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar.

Fyrirtækin tvö taka þátt í kaupstefnunni DesignMatch þar sem íslenskir hönnuðir mæta kaupendum, framleiðendum og endurseljendum á Norðurlöndunum.

Kaupstefnan er nú haldin í þriðja sinn en undanfarin tvö ár hefur fjöldi íslenskra hönnuða kynnt hönnun sína fyrir norrænum fyrirtækjum. Vörur íslenskra hönnuða hafa jafnframt komist í dreifingu og framleiðslu norrænu fyrirtækjanna í kjölfarið.- rat



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×