Viðskipti erlent

Stærsta myndbandaleiga Bandaríkjanna lokar

Svona myndbandaleigur heyra brátt sögunni til.
Svona myndbandaleigur heyra brátt sögunni til. Mynd: AFP/Nordic Photos
Myndbandaleigunni Blockbuster í Bandaríkjunum verður endanlega lokað í janúar. Blockbuster-keðjan hefur verið leiðandi á myndbandaleigumarkaði í fjölda ára en þarf nú að lúta í lægra haldi fyrir myndveitum, eða starfrænum myndbandaleigum, á borð við Netflix.

Síðasta tilraun Blockbuster til að frorða fyrirtækinu frá lokun var að bjóða upp á heimsendingar á DVD-mynddiskum. Þeim verður einnig hætt en fyrirtækið Dish Network sem, á Blockbuster, hyggur nú á leiðir til að nýta vörumerkið á annan máta, líklegast sem myndveitu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×