Íslenski boltinn

Guðjón með 400 þúsund í mánaðarlaun | Einnig með frían bíl og íbúð

Guðjón var rekinn frá Grindavík en fær skaðabætur.
Guðjón var rekinn frá Grindavík en fær skaðabætur. vísir/valli og anton
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag þá þarf knattspyrnudeild Grindavíkur að greiða Guðjóni Þórðarsyni, fyrrum þjálfara liðsins, 8,4 milljónir króna vegna vangoldinna launa.

Guðjón vildi fá 12,5 milljónir en fær 8,4 milljónir með dráttarvöxtum og Grindvíkingar þurfa einnig að greiða lögfræðikostnað Guðjóns sem er upp á 400 þúsund.

Í dómnum kemur fram að Guðjón var með 400 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík auk hlunninda.

Knattspyrnudeild greiddi einnig húsaleigu fyrir Guðjón, fékk honum bíl til afnota með bensínkorti. Einnig fékk Guðjón 10 þúsund króna símastyrk á mánuði.

Úr dómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×